Meira brezk en norsk

Punktar

Ýmsar stofnanir bjóða upp á litningagreiningu til að meta skyldleika mannkyns, þar á meðal National Geographic. Þú sendir þeim þitt DNA og færð svörin til baka. Eins og aðrir Cro-Magnon Evrópumenn erum við örlítið skyld forþjóðunum Neanderdal og Denisovan. Sú síðari var á sínum tíma nálægt Baykal vatni í Rússlandi, en hrökk síðan í ýmsar áttir út í Suðurhafseyjar og Ísland. Íslendingurinn er að mestu Norður-Evrópumaður, en skyldari íbúum Bretlandseyja en Danmerkur. Það er dálítið merkilegt. Gaman verður að fylgjast með frekari vexti þessara vísinda, svo að skyldleikinn við Norðmenn, Kelta, Baska, Herúla og aðra verði nánar upplýstur.