Meira lull og valhopp

Hestar

George H.F. Schrader gaf 1915 út bók sína: Hestar og reiðmenn á Íslandi. Þá voru lull og valhopp algengar gangtegundir, lull er milliferð á skeiði. Þær voru þægilegar fyrir hest og reiðmann. Lullið þó bara, ef ekki var í því of mikil hliðarhreyfing, sem er óþægileg. Á lulli og valhoppi ferðuðust menn milli landshluta. Þeir riðu óraleiðir án þess að hestarnir þreyttust. Nú er reynt að ríða eingöngu á tölti og hringvallar-hestar gefast upp á hálftíma. Dómkerfi og kynbætur hrossa ættu að taka tillit til gangtegunda, sem stóðu undir samgöngum Íslendinga fram á jeppaöld. Það þýðir meira lull og valhopp.