“Meira, meira” hrópar djönkarinn

Punktar

“Meira, meira”, hrópar kókaínsjúklingurinn. Hann er minntur á, hvernig fór síðast. “Meira, meira” hrópar sjúklingurinn, veltist um og lemur gólfið. Þetta eru Samtök atvinnulífsins. Börðust fyrir stóriðju á Íslandi. Þenslan af stóriðjunni var upphaf hrunsins. Kárahnjúkar voru vendipunkturinn. Eftir þá stefndi allt niður á við. Sjúklingurinn vill meira kókaín, skammtímagróða fyrir verktaka. Hinn sjúklingurinn, alþýðusamband verkalýðsrekenda, vill skammtímavinnu fyrir útlenda verkamenn. Þeir eru strax eftir hrunið komnir í fráhvörf, heimta meira kókaín. “Meira, meira” hrópa stóriðju-djönkarinn.