Meira og mesta leyndó

Punktar

Nýja ríkisstjórnin er þegar farin að slá fyrri met í leynd. Ekkert má þjóðin fá að vita. Alls staðar er skellt í lás. Til dæmis má enginn frétta af hinu stórmerka sparnaðarplaggi Vigdísar Hauks, Ásmundar Einars og Guðlaugs Þórs. Hvorki af þeim tillögum, sem munu koma fram núna, né af hinum, sem slegið er á frest. Ekki má frétta neitt um þá utanaðkomandi aðila, sem gáfu heilagri þrenningu góð ráð. Og fundargerðirnar eru leyndó. Líklega stafar þetta af, að tillögurnar eru eins og teygjanlegur málflutningur Vigdísar. Mestmegnis óskhyggja, blönduð hatri á öllu, sem lyktar af velferð og mannlegri reisn.