Meira skrípó

Fjölmiðlun

Enn eitt ruglið kom frá héraðsdómi. Ragnar Árnason fékk Þór Saari þingmann dæmdan fyrir meiðyrði. Málsefni var helzt, að Ragnar situr í embætti, sem kostað er af kvótagreifum. Svo vill til, að hann hefur líka nákvæmlega sömu skoðun á kvótamálum og greifarnir. En það er bara tilviljun, eftir því sem hann segir. Hann er einnig stjórnarformaður Hagfræðistofnunar Háskólans, sem hefur vakið athygli fyrir undarlegar álitsgerðir í þágu bófa. Umsvif hans eru dæmi um, hvers vegna háskólinn verður seint meðal hundrað beztu háskóla í heimi. Ekki bætir úr skák, þegar kennararnir fara í skrípó í héraðsdómi.