Meiri bananar í boði

Punktar

Lögreglustjóra og fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins er falið að velja nýjan seðlabankastjóra. Samt er ekki vitað, að þau hafi neitt sérstakt vit á fjármálum. Grunsemdir hljóta að vakna um, að ætlunin sé að tryggja öfgamanni kvótagreifa embættið. Ragnar Árnason hefur árum saman komið fram sem póll í ágreiningi um eignarhald á kvóta. Sem seðlabankastjóri mundi hann vafalaust nota embættið til að tryggja yfirtöku kvótagreifa á þjóðarauðlindinni. Að því frágengnu vantar greifana bara forseta Hæstaréttar til að tryggja eignarhald sitt á Íslandi. Eiga þegar ríkisstjórn, sem veður fram í stjórnlausu gerræði.