Meirihluti auðveldar stjórnarskrá

Punktar

Vitum ekki nú, hversu mikið fylgi er við stjórnarskrá stjórnlagaráðs eða útgáfu hennar eftir breytingar í meðförum alþingis 2012. Þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 gaf þó vísbendingu um almennan stuðning. Skipan alþingis eftir haustkosningar svarar þeirri spurningu. Fái píratar meirihluta, er málið einfalt, nýja skráin verður staðfest í þjóðaratkvæði. Forsetinn getur ekki gengið gegn vilja fólks. Verði hins vegar samstarf flokka um meirihluta, fer útkoma stjórnarskrármálsins eftir samkomulagi málsaðila. Leitað verður að öruggum meirihluta um niðurstöðu. Farsælast verður, að píratar fái meirihluta og geti höndlað framvindu málsins.