Meirihluti gegn fjórflokki

Punktar

Kannanir á fylgi stjórnmálaafla sýna sáralítið fylgi ríkisstjórnarinnar og nánast ekkert fylgi stjórnarandstöðunnar. Ein könnun segir, að stjórnin hafi 15% fylgi og andstaðan 7% fylgi. Rangt væri að taka tölurnar bókstaflega, en þær gefa þó vísbendingu um, að fjórflokkurinn allur sé afar óvinsæll. Besti flokkurinn fær án efa mikið fylgi, ef hann býður fram, 20% fylgi samkvæmt einni könnun. Ýmsir aðilar hafa stungið upp á, að stjórnlagaráðsmenn bjóði fram til að fylgja eftir nýrri stjórnarskrá. Slíkt framboð fær áreiðanlega mikið fylgi. Verður þá meirihluti Besta flokksins og Stjórnarskrárflokksins?