Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra var í Palestínu og Ísrael. Hún neitaði að ræða við Hamas, sem fékk fylgi meirihlutans í Palestínu í síðustu kosningum. Hún fylgir áráttu Vesturlanda. Þau neita að ræða við þá fulltrúa úr þriðja heiminum, sem hafa fylgi almennings. Heldur Ingibjörg að lausn finnist á vanda Palestínu án aðildar meirihlutans? Er nóg að stimpla meirihluta þjóðar sem terrorista? Ég held hún sé bara að apa vitleysuna eftir Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. Hún hafi sjálf enga sjálfstæða dómgreind í utanríkismálum. Hún er að minnsta kosti enginn lýðræðissinni.