Frá Akureyrarflugvelli með Eyjafjarðará að Melgerðismelum.
Tálmanir hafa verið settar upp á þessari þjóðbraut Eyjafjarðar sunnan Laugalands. Samningar um ferðafrelsi hafa dregizt á langinn. Varla verða fleiri landsmót á Melgerðismelum, meðan ekki er reiðfært utan bílvega milli Akureyrar og Melgerðismela.
Helzti skeiðvöllur Eyfirðinga er á Melgerðismelum. Þar hafa verið haldin landsmót hestamanna.Förum frá Akureyrarflugvelli austur yfir gömlu brýrnar á Eyjafirði, síðan suður með ánni að austanverðu. Vestur yfir ána við Melgerðismela.
21,7 km
Eyjafjörður
Erfitt fyrir hesta
Ekki fyrir göngufólk
Nálægir ferlar: Bíldsárskarð.
Nálægar leiðir: Gönguskarð vestra, Skjálgdalsheiði, Hraunárdalsheiði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort