Sagan er ekki öll sögð um stálgrindurnar frægu, sem skreyta eiga tvær hliðar Alviðru, tónlistarhallar víkingaaldar nútímans. Þær eru ekki galvaníseraðar, heldur menjaðar. Framleiddar í kínverskri skipasmíðastöð. Skip eru tekin í slipp á nokkurra ára fresti til að ryðberja þau og menja upp á nýtt. Grindurnar verður að taka niður á tíu ára fresti til að ryðberja þær og menja. Það verður atvinnuskapandi til viðbótar við fjölmenna sveit gluggapússara. Grindurnar áttu að bera þak hússins. Þær geta það ekki og því hefur verið skotið inn áberandi stálverki til að bera þakið. Bara brot af öllu leyndói Alviðru.