Menn kjósa skaffara

Punktar

Þrátt fyrir eindregna andstöðu Spánverja við stríðið gegn Írak, voru þeir til skamms tíma reiðubúnir að styðja ríkisstjórnina í þingkosningunum. Stuðningurinn hrundi ekki strax eftir hryðjuverkið í Madrid. Hann hrundi fyrst, þegar kjósendur áttuðu sig á, að stjórnin misnotaði hryðjuverkið. … Spænska ríkisstjórnin hélt til streitu, að skilnaðarmenn Baska bæru ábyrgðina, þótt gögn bentu til aðildar Al Kaída. Hún spann lygasögur og fékk meira að segja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að verða sér til skammar með því að fordæma aðskilnaðarmenn Baska fyrir hryðjuverkið. … Spænskir kjósendur vildu lengst af styðja stjórnina af því að þeir töldu hana skaffa. …