Menningargjáin magnast

Punktar

Craig S. Smith segir í grein í New York Times, að Ameríkumenn og Evrópumenn eigi í vaxandi erfiðeikum með að skilja hver annan. Skoðanakönnun í Hollandi sýni, að Bandaríkjamenn eru komnir í hóp óvinsælustu útlendinganna. Evrópumenn hafi slegið striki yfir styrjaldir fyrri alda í álfunni og smíðað sér alls konar fjölþjóðasamtök til að fella samskipti þjóða í traustan farveg. Bandaríkjamenn hafa hins vegar upp á síðkastið hafnað miklum fjölda slíkra samtaka. Evrópumenn fái gæsahúð af framgöngu núverandi ráðamanna Bandaríkjanna, trúarofsa þeirra og einstefnu. Evrópumenn vilji blanda velferðarstefnu við markaðsbúskapinn og séu algerlega andvígur dauðarefsingunum, sérkenni bandarísks réttarfars. Íraksmálið hafi magnað fyrri menningargjá milli Evrópu og Ameríku.