Menningarmiðstöðin

Veitingar

Helzti kostur Fiskmarkaðarins er, að maturinn er ekki nýklassískt franskur. Allir toppstaðir og flestir miðjustaðir landsins eru nýklassískt franskir. Hótelskólinn kennir slíka matreiðslu og allur þorri kokka vill elda upp á þau býti. Hér er ruðst út úr boxinu, horft til þess lands, sem gengur næst Frakklandi í heiminum að matargerðarlist. Japan er hér á landi einkum þekkt fyrir sushi, sashimi og maki, hráan fisk á ýmsa vísu. Að baki er aldagömul og þróuð matargerðarlist, sem alltaf hefur lagt ofuráherzlu á gæði umfram magn. Þessi fulltrúi hennar er núna ein mesta menningarmiðstöð landsins.