“Mér er bara drullusama hvað fólki finnst”. Þetta segir á fésbók maður, sem lagði Range Rover jeppa í senn í tvö stæði fatlaðra og á sama tíma þvert yfir gangbraut. Einnig sagði hann; “Langaði ekki að vera hurðaður í þröngum stæðum þarna.” Þetta verður sjálfsagt notað sem skólabókardæmi um barnslega siðblindu. Því miður ekkert einsdæmi, fólk ræktar eigingirni í blindni, það sé ég nánast daglega. Siðblindir eru taldir sjálfkjörnir til að stýra stórum fyrirtækjum, einkum bönkum. Reyna að “fara á svig við lög” eins og frekast er kostur. Því þarf að stórherða eftirlit með öllum rekstri, einkum bönkum.