Til allrar gæfu hyggst Angela Merkel ekki samþykkja verzlunarsamning Evrópu og Kanada. Það er vegna hins fáránlega ákvæðis hans, að risafyrirtæki fái réttarstöðu þjóðríkis. Þar með er ljóst, að einnig verður felldur samningur Evrópu við Bandaríkin, sem hefur sama ákvæði. Embættismenn Evrópusambandsins dönsuðu við andskotann í málinu, en eru stöðvaðir, þökk sé Merkel. Íslenzkir sendimenn tóku þátt í rugli, sem íslenzkir pólitíkusar vilja nú ekki kannast við. Þegar rykið sjatnar, þarf að finna, hvers vegna íslenzkir kontóristar tóku þátt í smíði á einstæðu heimspólitísku rugli allt fram í andlát þess.