Merkisberi fátæktarstefnu

Punktar

Borgin er stærsti eigandi Strætó. Sem slíkur stendur hún fyrir tilraunum Strætó til að halda niðri launum bílstjóra. Taxtar þeirra eru of lágir eins og raunar allra lágstétta. Því vilja menn ekki keyra Strætó. Í staðinn er ráðið fólk frá Austur-Evrópu. Vinsæl aðferð við að halda niðri launum í landinu. Ég efast um, að það verði borgarstjórn til gæfu að ofsækja láglaunafólk. Aukin eftirspurn eftir fólki á að hækka laun, svo einfalt er markaðslögmálið. Með dólgaleiðinni er borgin að loka lágstéttirnar inni í gildru fátæktar. Lætur glepjast til að gerast merkisberi hins fjölþjóðlega kapphlaups þriðja heimsins niður á botninn.