Mesta ógn mannkyns

Punktar

Heimsbyggðin telur sér stafa meiri ógn af Bandaríkjunum en nokkru öðru ríki. Kannaðar voru skoðanir fólks í 65 ríkjum og töldu 24% Bandaríkin vera mestu ógnunina við heimsfriðinn. Í öðru sæti var Pakistan með 8%, svo Afganistan, Íran, Ísrael og Norður-Kórea. Drómaárásir víða um heim hafa leitt til mikils mannfalls óbreyttra borgara. Þær hafa hleypt illu blóði í fólk og einangrað Bandaríkin á fjölþjóðavettvangi. Bandaríkin eiga tæpast neina vini lengur. Halda valdastöðu sinni með ofbeldi, innrásum, loftárásum á óbreytta borgara. Hernaður þeirra í Írak, Afganistan og víðar skilur samfélög eftir í rústum.