Metnaðarfull ágirnd

Punktar

Flest skil ég í atvinnuauglýsingunum. Orðið metnaðarfullur hefur þó vafizt fyrir mér. Það komst í tízku fyrir fimmtán árum á vegum stjórnunarfræða. Þá var ég hvattur til að leita að “metnaðarfullu” starfsfólki. Mér sýndist það vera skylt orðinu ágirnd. Það nái til fólks, sem vill verða ríkt á skömmum tíma. Að minni reynslu urðu þeir vandræðagemlingar, sem lögðu áherzlu á metnað sinn til starfa. Einkenni þeirra var að stytta sér leið og skálda í stað þess að vinna vinnuna sína. Núna auglýsa flestir eftir metnaðarfullu (ágjörnu) fólki, meira að segja félagsþjónusturnar. Ágirndin er í sókn.