Mið-Evrópa velur lit

Punktar

Radek Sikorski rekur í Washington Post, hvernig nýfrjálsu ríkin í Mið-Evrópu muni smám saman halla sér frá Bandaríkjunum að Evrópusambandinu, þar sem landbúnaðarstyrkirnir og vísindastyrkirnir séu. Bandaríkin hafi hunzað efnahagslega og hernaðarlega hagsmuni þessara ríkja undanfarin misseri. Þau séu að glata pólitískri viðskiptavild, sem þau áttu áður á svæðinu. Hún lýsti sér meðal annars í stuðningi stjórnvalda, gegn vilja kjósenda, við árásina á Írak. Aðdráttarafl Vestur-Evrópu muni hins vegar margfaldast á næsta ári með aðildinni að Evrópusambandinu.