Miðaldir í Ameríku

Punktar

Nicholas D. Kristof bendir í New York Times á grundvallarmun lífsviðhorfa fólks í trúhneigðum Bandaríkjum og veraldlegri Evrópu. 83% Bandaríkjamanna trúa eingetnaði Krists, en aðeins 28% trúa þróunarkenningunni og þeim fer fækkandi. 58% Bandaríkjamanna trúa, að ekki sé til siðferði án kristinnar trúar, en aðeins 13% Frakka eru sama sinnis. Það er engin furða þótt gjáin víkki milli Evrópu og Bandaríkjanna, þegar grundvallarviðhorf vestan hafs færast í átt til miðalda og krossferðir gegn múslimum eru hafnar að nýju.