Miðar á miða ofan

Punktar

Líklega að fyrirmælum Lýðheilsustöðvar eru límdir íslenzkir miðar á bandaríska matvöru, beint ofan á innihaldslýsinguna. Þess vegna sjáum við ekki greinargóða innihaldslýsingu á matnum, heldur mjög svo stytta útgáfu á íslenzku. Við sjáum ekki lengur sykurinnihaldið, svo að við sjáum ekki lengur, að morgunkornið er að hálfu leyti sykur. Við sjáum ekki magnið af mettuðum fitusýrum og ekki heldur magnið af ein-ómettuðum fitusýrum. þarna er unnið gegn uppfræðslu þjóðarinnar um hættulegt innihald matvöru.