Miðdalsfjall

Frá Hlöðuvöllum um Miðdalsfjall að Miðdal.

Jeppaslóð, sem fylgir fjöllum milli Laugarvatns og Hlöðuvalla. Flestar aðrar slóðir á svæðinu fylgja dölum og völlum og skörðum milli brattra fjalla. Þetta er greið og fljótriðin leið, en hæðarmunur er samt töluverður.

Árið 1253 fóru Hrafn Oddsson og Eyjólfur Þorsteinsson úr Hvítársíðu og suður hjá Skjaldbreið um Skessubásaveg og um Miðdalsfjall í misheppnaðri aðför að Gissuri Þorvaldssyni.

Förum frá fjallaskálanum á Hlöðuvöllum í 460 metra hæð suður milli hrauns og hlíða eftir jeppaslóð um vesturjaðar Rótarsands. Slóðin heldur áfram upp brekkurnar norðvestan Rauðafells og suður með fellinu. Við beygjum síðan eftir slóðinni vestur á Miðdalsfjall, þar sem við förum hæst í 680 metra hæð. Förum framhjá Gullkistu, reisulegri klettaborg. Fylgjum síðan slóðinni suður af fjallinu og niður brattar brekkur og sneiðinga að Miðdal í Laugardal, i 90 metra hæð.

21,0 km
Árnessýsla

Skálar:
Hlöðuvellir: N64 23.913 W20 33.488.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Eyfirðingavegur, Skessubásavegur, Hlöðufell, Farið, Helludalur, Hellisskarð, Brúarárskörð, Klukkuskarð, Miðfell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort