Miðja Berlínar

Ferðir

Miðja Berlínar er hornið á Unter den Linden og Friðriksstræti. Þaðan sker eins km radíusinn Brandenborgarhliðið, Potsdamer Platz, Safnaeyju og bakka árinnar Spree. Ekki er nauðsynlegt að búa á Adlon fyrir € 330 til að geta farið fótgangandi um hverfi 10117. Það er heiti hverfis 101 í Berlín. Enn nær borgarmiðju er Jolly Hotel Vivaldi á € 149 og Hotel Berlin Mitte á € 137. Hvort tveggja er í Michelin-klassa. Ódýrara hótel á svæðinu er Mercure Checkpoint Charlie á € 129. Fær fín meðmæli í TripAdvisor og 4,5 stig af 5 mögulegum. Frambærileg hótel fást ekki á lægra verði þar fremur en hér.