Tony Blair taldi brezkum krötum trú um, að þeir yrðu að fara inn á miðjuna, þar sem kjósendur væru. Labour gerðist Thatcher light, en kjósendur færðu sig meira til hægri. Þannig fer, þegar menn elta fylgi, er vill vera milli aðalflokkanna, hvar sem miðjan er hverju sinni. Útkoman var, að opinber þjónusta í Bretlandi varð lakari en á Vestur-Evrópu, svo sem sjúkrahús og skólar. Leiddi til spennu í Labour, sem lýsir sér í vinsældum Jeremy Corbyn. Hann höfðar til þeirra, sem vilja ekki, að Bretland verði þriðja heims ríki græðgi og grimmdar. Sama ferli er að baki vinsælda Bernie Sanders í Bandaríkjum, afturhvarf til Roosevelt.