Miðju- og hægri framsókn

Punktar

Fram undir lok síðustu aldar taldi Framsókn sig vera miðjuflokk, sem gæti samið á víxl til vinstri og hægri. Sem lægði öldur öfganna. Fór að feta til hægri með Halldóri Ásgrímssyni. Tók svo stökkið á hægri jaðarinn með Sigmundi Davíð, sem í þrjú ár leiddi ógnarstjórn gegn almenningi. Laskaði opinbera heilsukerfið og menntakerfið, tók hart á öldruðum og öryrkjum. Um helgina lýkur vonandi hinu skelfilega tímabili Sigmundar Davíðs, sem enginn vill semja við. Og miðjufólkið tekur við flokknum að nýju. Fautaakstur aflendings í skattaskjóli hentar ekki sveitafæddum lopaflokki. Bjarnabófarnir eiga allir heima í Sjálfstæðisflokknum.