Miðleið

Frá Galtabóli sunnan Bleiksmýrardals að Háölduleið vestan Nýjadals.

Hér kölluð Miðleið til aðgreiningar frá vestari leið um Sprengisand norðan frá Laugafelli og austari leið norðan úr Bárðardal. Þessi leið er í beinu framhaldi af leið norðan úr Bleiksmýrardal. Fjórðungsvatn er stærsta vatn á Sprengisandi, fimm kílómetrar að lengd, í 760 metra hæð.

Byrjum á krossgötum vestan Galtabóls. Við förum jeppaslóð suður Sprengisand að Fjórðungsvatni, þar sem við komum á höfuðleiðina yfir Sprengisand sunnan úr Nýjadal. Hún liggur norður að suðurenda Fjórðungsvatns. En við förum til suðvesturs frá vesturhlið Fjórðungsvatns eftir jeppaslóð austan og sunnan Vegamótavatns að leiðinni um Háöldur. Sú leið liggur milli Laugafells í norðri og Háumýra í suðri.

27,8 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Galtaból: N65 01.654 W18 03.243.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Fjórðungsalda, Háöldur.
Nálægar leiðir: Hólafjall, Kiðagil, Gásasandur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort