Frá mótum þjóðvegar 249 og námuvegar um Miðskálaheiði að Skálakoti undir Eyjafjöllum.
Varð ófær sumarið 2010 vegna eldgoss í Eyjafjallajökli.
Byrjum við mót þjóðvegar 249 og námuvegar norðan við Seljalandsfoss. Förum námuveginn austur á Hamragarðaheiði og síðan austsuðaustur um Bláfell og inn á Miðskálaheiði. Þaðan suður Ásólfsskálaheiði að Skálakoti.
19,6 km
Rangárvallasýsla
Nálægar leiðir: Holtsós, Eyjafjöll.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort