Miðstéttir í andófi

Punktar

Skilgreiningar á andófsfólki mánudagsins fara hjá kjarna málsins. Andófið einkenndist ekki af nazistum, hvítliðum, anarkistum, jafnvel ekki venjulegu fólki eins og það er kallað. Allir eru venjulegt fólk. Munurinn á þessu andófi og búsáhaldabyltingunni er, að miðstéttirnar eru sýnilegri en áður. Fólk, sem var góðu vant, er að missa allt. Þess vegna var mikið af jeppum í miðbænum á mánudagskvöldið. Hrunið grisjar miðstéttirnar. Svo er önnur saga, að blóðlykt sogar að sér hýenur og hrægamma. Nýnazistar og Heimdellingar læðast á vettvang, þegar þeir finna blóðlykt. En þeir einkenna ekki andófið.