Mikið haft fyrir engu

Punktar

Enginn ráðherra hefur verið eins iðinn við að reyna að gæta hagsmuna greifanna og Sigurður Ingi Jóhannsson. Enginn þeirra hefur heldur verið eins klaufalegur og hann. Ekki tókst honum að sparka Fiskistofu til Akureyrar. Ekki tókst honum heldur að ná fram stóra kvótafrumvarpinu. Og enn síður tókst honum að koma fram makrílfrumvarpinu. Öll málin hans eru botnfrosin, þrátt fyrir þingmeirihluta í vænni kantinum. Tveggja ára stjórn hans á sjávarútvegi kemur út á hreinu núlli. Ég efast um, að greifarnir séu sáttir. En þjóðin má vera sátt við Sigurð. Meðan hann rótast árangurslaust eins og naut í flagi, leiðir hann til lítils tjóns.