Mikill, feitur og þindarlaus

Hestar

Stígur Léttisson frá Vík dó í haganum í fyrradag 28 vetra. Síðasti vetur var honum erfiður á útigjöf og var hann tekinn á hús. Fyrsti ferðahestur Kristínar, keyptur af Jens Einarssyni listamanni. Feiknalega mjúkur og þægilegur trukkur, hvort sem var á tölti eða brokki. Notalega lággengur og fótviss, mikill og feitur hestur, oft kallaður Stóri-Jarpur. Þindarlaus og áhugasamur á ferðalögum, akkúrat fyrir okkur. Var í þjónustu okkar hálfan annan áratug og missti aldrei úr ferðasumar. Fór á eftirlaun um tvítugt og hefur síðan valsað um Kaldbak með félögunum. Fékk hjartaslag í fínum haga.