Mikill lífskjaramunur

Punktar

Fjölþjóðasamtökin OXFAM hafa gefið út tölur, sem sýna, að Ísland gerir langminnst norðurlanda í að jafna lífskjörin. Skoðuð voru átján atriði varðandi útgjöld til velferðar, mismunar í skattlagningu og löggjafar gegn ójöfnuði á vinnumarkaði. Norðurlönd, sem við berum okkur helzt saman við, taka fjögur af sex hæstu sætum listans. Ísland kemur þar langt á eftir, í 12. sæti. Það stafar af markvissri minnkun stuðnings við velferðarfólk, svo sem aldraða, öryrkja og sjúklinga. Líka af minni skattheimtu á ríka og meiri á fátæka. Gerðir ríkisstjórnarinnar stefna á aukinn ójöfnuð í samfélaginu. Hér er ríkisstjórn hinna ríku fyrir hina allra ríkustu.

OXFAM

GUARDIAN