Hagkvæmt er, að skoðanakannanir sýni andstöðu eindregins meirihluta fólks við áramótalögin. Ef munurinn væri minni, færi ríkisstjórnin líklega að berjast meira í óhóflegri bjartsýni. Hún mundi mála sig á endanum út í horn. Það væri óheppilegt, því að IceSave er upp á skitna 150 milljarða, meðan Seðlabanki Davíðs er upp á 300 milljarða og bankareddingar Geirs upp á 300 milljarða. Betra er, að ríkisstjórnin taki á sig nei-ið í kosningunum, reyni að gera gott úr því. Núna er þróunin ekki fyrirsjáanleg, en víst er þó, að hægja mun á batanum næstu mánuði. Ríkisstjórnin þarf bara að fást við það.