Bankarnir hafa gefið eftir og ætla að sinni að rukka fasta krónutölu af gengistryggðum lánum, 5000 krónur á hverja milljón. Fara að tilmælum samtaka skuldara, en ekki að tilmælum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, sem eru orðin dauð og ómerk. Jafnframt er hafinn málflutningur um, hvort verðbætur skuli vera á gengistryggðum lánum og þá hverjar. Mikilvægt er að flýta því máli. Meðan það er í gangi verða innheimtur banka á eðlilegum nótum. Búast má við, að bílalánafyrirtæki fylgi eftir. Staða þeirra í almenningsálitinu leyfir tæpast annað. Friður ætti því að vera í sumar. Mikill sigur skuldara.