Ég hef lengi verið meðtekinn af hugtakinu borgarmiðja. Það er sá punktur, þaðan sem eru stytztar leiðir til markverðra skoðunarstaða, veitingahúsa og hótela. Erlendis hef ég notað þetta til að finna miðlægt hótel. Í Reykjavík er borgarmiðjan á Lækjartorgi. Í Kaupmannahöfn er hún á Højbro Plads á Strikinu. Í Osló er hún framan við Grand hótelið á Karl Jóhann. Í Stokkhólmi er hún framan við Óperukjallarann á Torgi Karls tólfta. Í Feneyjum er hún við austurenda Rialto-brúar. Þar er hótelið Rialto, sem ég hef oft notað. Með útsýni úr herbergisglugganum niður á umferðina undir brúna og yfir hana.