Miklir menn erum við

Punktar

Ásmundur Friðriksson þingmaður beitti þremur útgáfum af andstöðu sinni við hag umbjóðendanna í Þroskahjálp. Fyrst greiddi hann atkvæði gegn sömu afturvirkni til þeirra og annarra. Síðan sat hann hjá í annarri umferð. Loks læddist hann úr húsi og greiddi ekki atkvæði. Er svo sem ekki einn þingmanna um að vera breiðari í orði en á borði. Pétur heitinn Blöndal og Vilhjálmur Bjarnason hafa iðkað sérvizku í orði og hlýtt Flokknum í atkvæðagreiðslum. Hjá Framsókn hefur Frosti Sigurjónsson iðkað sérvizku í orði og hlýtt á borði. „Við erum epli“ sögðu hrútaberin. Um þá alla gildir, að „miklir menn erum við, Hrólfur minn“.