Hrokafull eru viðbrögð Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra við gagnrýni á stimpilgjöld ríkisvaldsins. Þau eru og hafa lengi verið til skammar, notuð til tekjuöflunar í stað þess að endurspegla kostnað við stimplun. Til dæmis leggja stimpilgjöld mikinn og ósanngjarnan skatt á fólk, sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið. Það er andstætt stefnu Sjálfstæðisflokks, ef Árni getur fundið hana og dustað af henni rykið. Það er rétt hjá Kristjáni Möller, að fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru miklir skattmenn og vilja áfram vera það.