Skemmtileg er sú hótun landsföður okkar, að herinn verði allur látinn fara af Keflavíkurvelli, ef Bandaríkjastjórn fjarlægir herflugvélarnar. Erlendir stjórnmálaskýrendur hafa sumir hverjir túlkað slíka breytingu sem skref í átt til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem róttæk Bandaríkjastjórn er farin að hata eins og pestina. Því er hugsanlegt, að hótun Davíðs hafi óbein áhrif. Sjá til dæmis grein eftir Ian Black í Guardian.