Milljónir á mannsbarn

Punktar

Seðlabanki Davíðs Oddssonar afnam bindiskyldu banka af erlendum innlánum í marz 2008 og opnaði þannig fyrir IceSave. Í maí sama ár víkkaði Davíð leyfið til Hollands. Guði sé lof varð bankahrunið í október sama ár, áður en Davíð gat margfaldað tjónið enn frekar. Við þurfum að muna það, þegar við reiknum kostnað vorn af Davíð. En hann rústaði ekki bara Seðlabankanum með veðlitlum lánum síðustu vikur fyrir hrun. Opnaði líka fyrir IceSave og á því verulegan þátt í bankahruninu öllu. Og á sínum tíma hafði hann einkavinavætt bankanna. Samtals var Davíð þrefalt baneitraður, kostaði milljónir á hvert mannsbarn.