Mældi daglega notkun mín á miðlum og hún var þessi: Fréttagáttin 15 mínútur, Blogggáttin 15 mínútur, Fésbókin 60 mínútur. Nota ekki hefðbundna fjölmiðla. Skanna fréttafyrirsagnir allra þeirra á Fréttagáttinni, staðnæmist við sumar og sé fyrstu línur fréttar, opna 10 fréttir á dag. Geri sama við allt blogg í tímaröð á Blogggáttinni, opna 10 á dag. Les alls ekki „virka í athugasemdum“, hvorki með fréttum né bloggi. Mest er á fésbók að græða, spakir álitsgjafar tengja blogg og fésbók og fá athugasemdir í fésbók. Les þá afar upplýsandi umræðu, enda undir nöfnum fólksins. Nægir mér til að fylgjast með þjóðmálum.