Minn bíllausi lífsstíll

Punktar

Ég get verið bíllaus á hóteli í miðborg hvar sem er í heiminum. Gengið út að kvöldi að fá mér eplasafa fyrir svefninn. Hitt á kaffihúsi bílstjóra, sem er að ljúka vaktinni og get spurt hann út í Erdoğan og Kúrda. Svipað geri ég alls staðar í heiminum. Nema í Reykjavík. Prófaði að gista á hóteli í miðborginni. Gat varla gengið fyrir svellbunkum, rigningu og hvassviðri. Hér eru ekki taxar á hverju strái eins og í útlandinu. Strætó er eitthvað, sem gæti flutt mig í úthverfi, þar sem ég á engin erindi. Ég bretti upp kragann, set undir mig hausinn og feta varlega svellin að næsta kaffihúsi. Þakka bílunum, sem víða hafa spænt upp svellin. Reykjavík hentar ekki bíllausum lífsstíl.