Mér sýnist marktækir aðilarnir, sem reglulega kanna fylgi flokka, Gallup, MMR, Fréttablaðið og Félagsvísindastofnun. Áhugafólk verður bara að hafa skekkjumörk í huga. Sveifla milli kannana um tvö prósentustig er ekki marktæk. Aðferðirnar eru mismunandi, svo að varasamt er að bera könnun eins saman við könnun annars. Betra er að bera könnun saman við fyrri kannanir sama aðila. Gott er líka að muna, að Gallup spannar mánuð aftur í tímann. Að meðaltali eru skoðanir á þeim bæ tveggja vikna gamlar. Mér sýnist þó merkast, hversu litlar breytingar eru oftast milli mánaða á fylginu. Þar gildir máltækið: „My party, right or wrong.“