Feginn er ég, að verkfræðingum tókst að minnka hallann á Skakka turninum í Písa. Ég klifraði upp turninn fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og mér er það enn í fersku minni. Þá fóru menn að vild í turninn, enda voru aðstandendur hans þá ekki orðnir hræddir um hrun. Í mörg ár hefur hann verið lokaður vegna hættu á hruni. Nú hefur hann verið pumpaður upp í hæfilegan og hættulausan halla. Farið er að hleypa ferðafólki upp í hann í hollum. Ef ég kem til Toskaníu á næstu árum, verð ég samt að sætta mig við að horfa á turninn neðan frá. Stigagangar eru ekki lengur í uppáhaldi hjá mér.