Hlýrinn var fínn, enda hóflega eldaður. En fiskur dagsins er alltaf hlýri, þegar ég kem á Sjávarbarinn. Og alltaf lauksteiktur, borinn fram með rækjum, pönnusteiktum kartöflum og jöklasalati. Alltaf bara ein uppskrift, dálítið þreytandi. Kartöflurnar minntu á pönnusteikta stöppu. Þetta sleppur, en agi hefur minnkað á Sjávarbarnum. Enginn skilur íslenzku og vinur starfsfólksins hefur gamanmál við diskinn og tefur staffið. Alltaf einhver vinur, en ekki sá sami. Kokkurinn reyndi að selja mér hlaðborð í stað fisks dagsins, nennti ekki að elda. Eigandinn ætti að vera minna í sjónvarpinu og meira á staðnum.