Stjórn skíðasvæðanna vill fá 768 milljónir til að setja upp snjóbyssur. Ofan á gagnið af byssunum kemur hagvöxturinn, sem felst í 768 milljón króna veltu. Hún eykur svokallaða landsframleiðslu og þar með hagvöxtinn að mati Hagstofu Íslands. Eins og Orka HS eykur hagvöxtinn með því að kaupa túrbínu í orkuver, sem ekki er til. Eða eins og Orkuveitan eykur hagvöxtinn með því að bora holur fyrir orkuver, sem ekki er til. Ruglið á græðgistímanum magnaði hagvöxtinn, en kom þjóðinni að engu gagni. Landsframleiðslan minnkar svo, þegar við förum að spara, kaupum ekki dót og vinnu. Bezta mál.