Minni háttar bófaflokkar

Punktar

Samfylkingin og Vinstri grænir eru bófaflokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Að vísu minni háttar bófaflokkar, en eiga samt aðild að tveimur af verstu málum valdastéttarinnar. Hvorir tveggja áttu aðild að nefnd, sem reyndi að afhenda kvótagreifum  þjóðarauðlindina í nærri aldarfjórðung. Reyndu þannig að skapa þjóðinni síðari skaðabótaskyldu. Hvorir tveggja áttu aðild að því að stinga nýju stjórnarskránni undir stól undir því yfirskini, að það mundi friða þáverandi stjórnarandstöðu. Árni Páll Árnason átti mikinn þátt í hvoru tveggja. Þessir glæpir gegn þjóðinni hanga enn um háls flokkanna.