Minni kjörsókn eðlileg

Punktar

Einföldun er að segja minnkandi kjörsókn vera hættulega lýðræðinu. Orsök og afleiðing víxlast. Minna lýðræði leiðir til minni kjörsóknar. Fólk sér ekki tilgang í að kjósa. Bófar halda áfram að stjórna undir yfirskini lýðræðis. Á Íslandi ríkir auðræði í gervi lýðræðis. Allar gerðir stjórnvalda stefna að betri hag hinna allra ríkustu. Eðlilegt er, að fólk gefist upp. Ég efast um, að það mundi kjósa skynsamlega, ef það notaði kosningaréttinn. Það er frosið í ranghugmyndum, hrærist í vítahring fimmflokksins. Er ekki betra, að þeir fáu kjósi, sem hafa áhuga? Jafnvel þótt, þar á meðal sé margt ofsatrúarfólk.