Minni stóriðjuofsi

Punktar

Stóriðjustefna fór af stað á Íslandi á sínum tíma á röngum forsendum. Átti að efla atvinnu um tíma, en minni áherzla lögð á orkuverð til langs tíma. Ríkið og ríkisfyrirtæki voru skuldsett upp í topp til að útvega verktökum verkefni. Þau voru öll til skamms tíma. Eftir sátu orkuver og stóriðja með tiltölulega lítinn mannskap, langdýrasta atvinnuöflun Íslandssögunnar. Stóriðjan reyndist svo hafa lítil margfeldisáhrif, kringum hana myndaðist enginn úrvinnsluiðnaðar. Við höfum núna þessa bitru reynslu. Hún temprar ofsa einstakra þingmanna, sem líta einkum á verktaka sem skjólstæðinga sína.