Minni þróunaraðstoð

Punktar

Lítið fer fyrir efndum vesturveldanna á loforðum um stóraukna aðstoð við þróunarlöndin. Aðstoð Bandaríkjanna við önnur ríki en Írak og Afganistan hefur minnkað um 4% milli ára. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig dregið úr aðstoð milli ára. Aðeins Ítalía, Kanada og Japan hafa aukið aðstoð við þróunarríkin. Á fundum áttveldanna hefur mikið verið talað og talað um stóraukna aðstoð, en efndir hafa látið á sér standa. Öll þessi ríki eru langt innan við þau mörk, sem fjölþjóðasamfélagið hefur sett um slíka aðstoð. Einnig Ísland. Aðeins Noregur stendur sína pligt.