Minnihlutinn sigraði

Punktar

Við sjáum nú, hvað mark Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn taka á uppgjöf Árna Pála Árnasonar. Alls ekki neitt. Framsókn dregur bara upp plagg frá Jóhannesi Nordal um eignarhald kvótagreifa á auðlindum hafsins. Sáttatón er þar hvergi að finna. Og umboðsmaður ógreiddra atkvæða hertekur ræðustól Alþingis að venju. Þetta eru bófar og flokkar þeirra bófaflokkar, sem ekki er hægt að semja við. Auðvitað bera Sjálfstæðið og Framsókn mesta ábyrgð, en hafa ekki meirihluta á alþingi. Þurftu aðstoð við ódæðið og fengu hana hjá Árna Páli. Hann var kvislingurinn, sem formlega slátraði stjórnarskránni.